Fundargerðir


28.03.2023

Fundur stjórnar 28. mars

Mættar voru: Líney, Magga, María, Anna, Hafrún og Helena

Dagskrá:
Ganga frá pappírum fyrir nýjan gjaldkera
Sýningarþjálfun
Vinnuþjálfun

Gengum frá pappírum fyrir nýjan gjaldkera.

Sýningarþjálfanir:
Birta ætlar að taka að sér að sýningarþjálfa þriðjudagana 23. maí, Dýrheimar, 30.maí Víðistaðatún, 6. júní Dýrheimar. Allar æfingarnar verða frá kl. 19-20.

Athuga að hafa fjöldatakmörkun á hverja þjálfun, hámark 15 manns. 

Vinnuþjálfun:
Fyrirlestur – hundasleðaþjálfun – sýnikennsla. Palli hjá hundasleðaskólinn Skriðhusky.

Sara hjá Betri hundar – fyrirlestur – sýnikennsla og prófa, nosework.

Þórhildur – fyrirlestur – rallýhlýðni - spor og koma með braut til að prófa.

Andrea – fyrirlestur – vinnu.
Silja - hundafimi

 

Þórhildur: Fyrirlestur í Sólheimakoti um spor og rallýhlýðni. Svo væri hægt að fara í hlöðuna til að prófa braut. Ath. með hana 15. apríl. Svo í framhaldi af því væri gaman að hafa einn hitting til að leika.

 

Ath. með Söru hvort hún geti verið einn eftirmiðdag í maí í nosework.

 

Palli, Andrea og Silja kannski í haust. 

Fræðslukvöld:
kynning á heimsóknarhundum – Þórdís er leiðbeinandi hjá rauða krossinum.

 

Fundi slitið

Ritari: Líney Björk Ívarsdóttir