Fundargerðir


20.03.2023

Skýrsla stjórnar fyrir 2022

Stjórn:
Margrét Ásgeirsdóttir formaður
Líney Björk Ívarsdóttir ritari
Sigmar Hrafn Eyjólfsson gjaldkeri
María Björg Tamimi meðstjórnandi
Anna Gréta Sveinsdóttir meðstjórnandi

Til vara:
Eva Björg Sigurðardóttir
Helena Ruth Hafsteinsdóttir

 

Síðasti aðalfundur var haldinn 17.mars 2022.
Stjórn hefur fundað alls níu sinnum frá síðasta aðalfundi.
Kosið verður um þrjú sæti á næsta aðalfundi til tveggja ára.
Sigmar Hrafn Eyjólfsson gekk úr stjórn í lok ársins og er því eitt sæti laust til eins árs.

 

Viðburðir:
Haldnar voru þrjár deildarsýningar á árinu, ein í apríl og tvöföld í júlí.
Uppskeruhátíð var haldin í maí þar sem heiðraðir voru stigahæstu hundar og ræktendur.

Framundan:
Á þessu ári hefur nú þegar verið haldin ein deildarsýning í febrúar og umsókn hefur verið send til stjórnar Hrfí um sýningu í september. Hefur sýningin verið samþykkt.

Stjórn hefur óskað eftir lagabreytingu á sýningarreglum Hrfí. Að hundur sem ekki er orðin 24 mánaða + 1 dagur á sýningu, komi ekki til álita fyrir íslenskt meistarastig ef hann hefur þegar hlotið tvö stig. Rökin fyrir því er að við teljum að með þessari breytingu séu meiri líkur á fleiri skráningum á sýningar félagsins í stað þess að „geyma“ þurfi hunda heima sem eru sigurstranglegir svo stigin fari ekki til ónýtis. Finnski kennelklúbburinn gerði þessar breytingar á sínum sýningarreglum 1.1.22.

Augnskoðun

Alls fóru 125 dverg schnauzerar í augnskoðun á árinu. Sautján greindust með Distichiasis, tveir með cataract og einn með Retinal Dysplasi.

 

Mjaðma og olbogamyndir: 

Ekki er hægt að fletta upp niðurstöðum mjaðmamynda á hundavef ennþá.

 

 

Yfirlit yfir got og innflutning fyrir árið 2022:


Got
Á árinu fæddust samtals  216 dvergschnauzer hvolpar, 97 svartir, 47 svart/silfur,
28 pipar og salt og 44 hvítir. Fjórir standard pipar og salt, en enginn svartur og enginn risi.


Innflutningur:

2 standard schnauzer pipar og salt
2 risaschnauzer svartur
1 svartur dvergur
2 svart/silfur dvergur
1 pipar og salt dvergur
3 hvítir dvergar

 

Stigahæsti hundur og ræktandi:

Stigahæsti hundur deildarinnar var Estrella De La Victoria Dark Angel Julia með 81 stig.

Stigahæsti ræktandi var Svartwalds ræktun með 96 stig.