Fundargerðir


27.02.2023

Mættir voru: Magga, María, Anna, Eva, Helena og Líney

 

Deildarsýning í sept.

Metta Tufte hefur samþykkt að koma og nú er bara eftir að fá samþykki frá sýningarstjórn.
Fjár og hjarð hafa áhuga á að vera með dómarann á sunnudeginum.

Sýningin í febrúar tókst vel og allir mjög ánægðir.


Aðalfundur
Þrjú sæti eru laus í aðalstjórn til tveggja ára ásamt einu sæti til viðbótar til eins árs.
Búa til auglýsingu

 

Stjórn langar til að deildarsíðan verði fræðslusíða fyrir félagsmenn. Gagnagrunnur deildarsíðu hefur ekki verið uppfærður lengi en gagnagrunnur Hrfí inn á hundavefur.is mun taka við.

Stjórn vill hvetja eigendur dvergschnauzers að testa fyrir því sem Labogen býður uppá. Það kostar ekki mikið meira að fá greiningu á öllum testunum. Stjórn ætlar einnig að þýða og útskýra fyrir hverju er verið að testa.

Stjórn langar að benda sýningarstjórn Hrfí á Marianne Holm frá Finnlandi og fá þá í leiðinni að nýta hana sem fyrirlesara fyrir deildina. Að hún verði með ræktunarnámskeið.

Ritari: Líney