Fundargerðir


10.05.2022

Fundur stjórnar 10. maí 2022 - Allir mættir

 

  • Uppskeran – Búið að ræða við veislustjórana Bjarndísi og Veru Illuga. Húsið opnar 18:30 og maturinn hefst 19:30. Byrja að afhenda viðurkenningar kl. 20:30 og eftir það hefst uppboðið. Áætlað er að það verði 49 manns. Tónlistin á spotify á ipad.
  • Fáum salinn kl. 8 um morguninn. Veislustjórarnir sjá um uppboðið og greiðslu á vörunum.  
    Helena kaupir óáfenga drykkinn í Bónus.
  • Anna Gréta kaupir dúka, servéttur og fordrykkjarglös og ruslapokar í rekstarvörum. Býr til skjal með yfirliti yfir alla vinninga og frá hverjum þeir eru. Einnig hvers virði þeir eru.

  • Líney býr til yfirlit yfir skjölin um viðurkenningarnar og prentar út skjölin. Tekur með sér ipad.
    Röðin á viðurkenningum:
    hvolpar
    ungliðar
    öldungar
    stigahæstu hundar innan litar með ræktanda í litnum (klára hvern lit fyrir sig)
    stigahæsti hundur
    stigahæsti ræktandi

Ræktunarbann – rætt var um hvort ætti að gera tillögu að lagabreytingu vegna ræktunarbanns afkvæmis.

Deildarsýning – tveir hringir á báðum dögum.

Hafa tvöföld úrslit seinni daginn. Annað væri ósanngjarn til að sýnendur fái dóm í BIS úrslitum hjá báðum dómurum.

Auglýsingin:
Tvöföld deildarsýning: laugardag og sunnudag. Báðir dómarar skráðir á báða dagana og ekki hægt að vita fyrirfram hvaða dómara fólk fær hvorn daginn.
Tvöföld úrslit seinni daginn.

Sóley Halla hringstjóri, athuga með hana. Gæti tekið prófið fyrri daginn. Líney talar við hana.
Sóley Ragna – athuga með ritara.
Soffía
Stella

Ritari: Líney Björk Ívarsdóttir