Fundargerðir


06.04.2022

Mættir voru: Magga Á, Anna Gréta, María, Líney, Helena og Eva

  • Uppskeran: Gala salurinn Smiðjuvegi 1, 200 Kópavogur 13. maí. Grillvagninn verður með matinn. Áætlaður fjöldi hjá þeim er 45-60 manns. Fólk þarf að skrá sig og borga fyrirfram. Maturinn kostar 5.400 (matseðill 3) og við rukkum 1.100 kr aukalega, samtals 6.500 á mann fyrir leiguna á salnum. Það má taka með sér eigin drykki. Borðhald hefst kl. 19:30 og húsið opnar kl. 18:30. Fordrykkur í boði deildarinnar. Diskóþema og diskótónlist.
    Veislustjórar verða Bjarndís og Vera.

  • Heiðra á stigahæstu hunda og ræktendur og mun það hefjast kl. 20:30. Eftir heiðrunina hefst uppboð á glæsilegum varningi.

  • Matseðill:
    Hæggrillað lamb og kalkúnabringa
    gratineraðar kartöflur eða bakaðar
    ferskt salat með fetaosti
    léttristað grænmeti
    maísbaunir
    hunangssinneps sósa
    rauðvíns og bernaise sósa 
  • Á fundinum var gengið frá pappírsmálum vegna nýs gjaldkera.
  • Sýningin í júlí. Athuga flug fyrir dómarana sem koma þá og hvað þeir munu stoppa lengi. Birgit kemur á föstudegi og fer á sunnudagskvöldi. Ath með Kent.
    Með Víðidalinn og völlinn fyrir neðan reiðhöllina. Athuga hvort hægt sé að færa sýninguna inn í höllina ef veðrið er slæmt.

  • Fylgja eftir uppgjöri frá Hrfí.

ritari: Líney Björk Ívarsdóttir