Fundargerðir


09.03.2022

Fundur stjórnar. Mættir voru: Magga Á, Anna, María, Sigmar og Líney

Húsnæðismál:
Hugmynd frá stjórn að byggja upp Sólheimakot, fyrir æfingasvæði og skemmu. Spurning að hafa skrifstofuna í bænum í litlu húsnæði. Þarf ekki aðstöðu fyrir fundi, þeir geta verið upp í koti.
Fulltrúaráðsfundur verður þriðjudaginn 15. mars 2022 þar sem tveir fulltrúar úr stjórn munu mæta.

Ekki er búið að gera upp síðustu sýningu frá Hrfí. Þarf að ítreka það við skrifstofuna.

Apríl sýning:
Sóley Halla verður hringstjóri og nemi.
Guðbjörg ritari annan daginn. Stella getur hinn daginn.
Arna sýningarstjóri

Dýrheimar verða styrktaraðilar sýningar og setja upp dómaratjald og partýtjald.

Magga Á. sækir dómarann. Verður á hóteli á Grensásvegi.
Ef skráning verður innan skynsamlegra marka verður sýningin aðeins á laugardeginum.
Farið verður út að borða eftir sýningu á Blik
Ath dómaragjöf: húfa/ vettlingar / vatnsbrúsi

Sonur Sigmars getur skutlað til Keflavíkur á sunnudagskvöldinu.

 

Aðalfundur schnauzerdeildar verður haldinn 17. mars kl: 20 upp á Eirhöfða 14

Dagskrá:
Skýrsla stjórnar
skýrsla gjaldkera
kosning: kosið er um tvö sæti í aðalstjórn og tvo til vara
önnur mál

 

Uppskeruhátíð
Stefnum á uppskeruhátíð í Gala salnum í Kópavogi. Salurinn er hugsanlega laus 14. maí
Ath með veislustjóra. T.d. Ari Eldjárn. Eva Ruuza, Hjálmar Örn