Fundargerðir


06.09.2021

Mættar voru: Magga Á, Líney, María og Sigmar og Magga K.

Deildarsýning samþykkt frá Hrfí. Verður haldin föstudaginn 26. nóvember í reiðhöll Andvara. Ekki verður hægt að nýta sýningarsvæði HRFÍ þar sem ekki er hægt að lofa því að það verði tilbúið þegar okkar sýning hefst.

Eftir fundinn fengum við skilaboð frá Spretti vegna Andvarahallarinnar að hún verður upptekin þennan dag vegna reiðnámskeiða, en HRFÍ þarf að fá aðgang að stóru höllinni þeirra þar sem augljóslega á að skipta þeirri sýningu niður á tvær hallir. Var strax haft samband við eiganda Blíðubakka og erum við búin að festa daginn þar.

Formaður mun senda formlegt boðsbréf til dómarans.

Sýningarsvæðið verður teppalagt en Dýrheimar munu sjá um uppsetningu. Dýrheimar óska jafnframt eftir því að gera lengri samning við deildina.

Ætlum að athuga hvort Siggi kokkur geti aftur verið með sölu á pylsum og fleira.
Sigmar og Eva eru búin að panta sýnishorn af rósettum og áætlum við að vera með okkar eigin rósettur.

Væntanlegt starfsfólk sýningar:
Ritari: Guðbjörg og Sigrún Guðlaugard.
hringstjóri: Anna María
sýningarstjóri: Arna