Fundargerðir


13.02.2021

Fundur stjórnar 13.2.2021

Mættir voru: Líney, Magga Á, María, Anna, Sigmar og Eva. Magga K komst ekki á fundinn.

Rætt var um skráningu á ræktendum og til að vera á ræktendalista deildarinnar þarf eftirfarandi:

  • Að vera með ræktunarnafn
  • Að vera með tík á ræktunaraldri sem hefur staðist heilsufarskröfur. Ef ræktandi hefur ekki áður verið með got þarf ræktunartíkin að eiga von á hvolpum.

Jafnframt er mælt með:

  • Að ræktandi kynnir sér tegundina vel og þekki standardinn.
  • Að tíkin sé sýnd til að fá dóm á hana frá a.m.k. þremur dómurum.
  • Að ræktandi leiti ráða hjá stjórn deildarinnar sem er jafnframt ræktunarráð.
  • Að fara á ræktunarnámskeið sem í boði eru.

 

Fundi slitið
ritari: Líney Björk Ívarsdóttir