Fundargerðir


01.07.2020

Fundur stjórnar 1. júlí 2020
Mættir voru: María, Magga K, Anna Gréta, Magga Á, Líney, Eva og Sigmar.

  • Stjórn vill gera athugasemdir vegna nýrra reglna Hrfí og sendi eftirfarandi bréf:

Garðabær 1. júlí 2020

 

Erindi til Vísindanefndar og Ræktunar- og staðlanefndar

 

Stjórn Schnauzerdeildar er með tvö erindi þar sem óskað er eftir svörum og breytingum á ræktunarkröfum HRFÍ.

Erindi 1:

  1. Stjórn Schnauzerdeildar óskar eftir því að fá upplýsingar um hvaða vísindaleg rök eru fyrir eftirfarandi reglu til að sannfæra okkur um réttmæti hennar.
    Í almennri reglu nr. 4 stendur:

„Um o?ll hundakyn gildir að greinist hundur með arfgenga vaxandi sjo?nury?rnun (PRA), er hann settur i? ræktunarbann og fa?st hvolpar undan honum ekki ættbo?karfærðir. Að sama skapi eru foreldrar, systkini og a?ður skra?ð afkvæmi hundsins sett i? ræktunarbann, nema sy?nt se? fram a? með DNA pro?fi að hundarnir séu ekki sýktir af þeim PRA gerðum sem þekkt eru í kyninu. Þekktan PRA bera ma? einungis para við arfhreinan hund“.


Ef við skoðum okkar tegund sérstaklega þá gildir það í löndunum í kringum okkur að ef hundur er t.d. undan sýktum hundi af PRA B og hann er testaður sem beri fyrir sama sjúkdómi þá er leyfilegt að nota hann á móti hreinum eins og alla aðra bera. Það er aðeins einstaklingurinn sjálfur sem er sýktur sem er tekinn út úr ræktun. Þessi regla gildir fyrir alla þá sjúkdóma sem hægt er að DNA testa fyrir. Rökin fyrir því eru að það þarf tvö gen til að búa til sýktan hund og viðkomandi hundur er bara beri fyrir einu geni. Engar rannsóknir styðja það að viðkomandi hundur sé líklegri til að bera önnur sýkt gen fyrir öðrum sjúkdómum frekar en einhver annar hundur.

 

Ef við skoðum Þýskaland sérstaklega sem er upprunaland okkar tegundar þá er þessi krafa:
DNA prófíll
Skylda að augnskoða og testa fyrir PRA B
Má nota afkvæmi sýkts hunds ef hann er testaður og beri á móti hreinum.
Rökin: hann er bara beri fyrir einu geni en það þarf tvö til að búa til sýktan.
Pörunaraldur tíka er 15 mánaða.


Við ítrekum að við óskum eftir því á hvaða vísindalegum rökum þessi almenna regla byggist og hvaða réttindi og menntun einstaklingar innan þessara nefnda hafa í augnsjúkdómum og erfðum.


Erindi 2:

  1. Við óskum eftir því að pörunaraldur tíka í dvergschnauzer sé færður niður í 20 mánaða eins og var áður. Flestir para í kringum tveggja ára aldurinn, en aldursmörkin frá 20 mánaða hafa reynst vel innan deildarinnar og óskum við eftir að hafa þennan sveigjanleika í ræktun. Ef við berum okkur saman við önnur lönd í kringum okkur þá eru öll löndin fyrir utan eitt land sem er með pörunaraldurinn 15-18 mánaða. Upprunalandið Þýskaland er með 15 mánaða.

Með von um skjót svör
Stjórn Schnauzerdeildar

 

  • Deildarsýning:
    Samþykkt en bent á að finna hentugra húsnæði. Athuga með Sörla í Hafnarfirði.
    Sendum formlegt bréf til Kent

Fundi slitið

Ritari: Líney Björk Ívarsdóttir