Fundargerðir


04.02.2020

Aðalfundur schnauzerdeildar 4. febrúar 2020

 

Fundur settur. Á fundinn mættu samtals sjö manns ásamt stjórninni.

Formaður les skýrslu stjórnar ásamt skýrslu gjaldkera.

Athugasemdir komu fram frá deildarmeðlimum að það vantaði tvo hunda í upptalningu á ungliðameisturum. Kom í ljós að skráning á þeim varð ekki fyrr en síðar.

Formaður bar upp tillögu á fundinum um að bæta við tveimur varamönnum í stjórn:

Ég undirrituð legg til að bæta við 2 mönnum við í stjórn þannig að stjórn verið skipuð 5 manns í aðalstjórn og 2 til vara, eða alls 7 manns samkvæmt gildandi reglum Hrfí.

Rök:
Þessir tveir varamenn koma inn með málfrelsi og tillögurétt og kosningarétt þannig að fleiri sjónarhorn komi fram og gefa fleiri tækifæri á að starfa fyrir deildina okkar.

Allir sem sátu fundinn samþykktu tillöguna.

Í framboði til aðalstjórnar eru Líney Björk Ívarsdóttir og Margrét Kjartansdóttir og þar sem engin mótframboð bárust eru þær sjálfkjörnar.
í framboði til vara eru: Sigmar Hrafn Eyjólfsson og Eva Björg Sigurðardóttir. Engin mótframboð bárust og eru þau sjálfkjörin.

Láru er þakkað fyrir vel unnin störf og Magga K, Eva og Sigmar boðin velkomin í stjórnina.

Önnur mál:

Tillaga lögð fram um að hafa tengiliði fyrir hverja stærð í deildinni. Ragnhildur Gísladóttir verður tengill fyrir risann. Athuga á hvort annar standardræktandinn vilji vera tengill fyrir standardinn, en mikilvægt er að hafa fulltrúa fyrir hverja stærð.

Göngunefnd:
Olga, Eva og Magga K. buðu sig fram í göngunefnd.

Sýningarþjálfunarnefnd:
Sigmar

Fundi slitið.
ritari: Líney Björk Ívarsdóttir