Fundargerðir


20.03.2007

Schnauzerdeild HRFI
 
Stjórn og nefndir
Stjórn
Líney Björk Ívarsdóttir formaður
Fríður Esther Pétursdóttir ritari
Margrét Kjartansdóttir gjaldkeri
Sigríður Pétursdóttir meðstjórnandi
Rakel Guðjónsdóttir meðstjórnandi
Fráfarandi stjórnarmeðlimir
Þurý Bára Birgisdóttir
Margrét Ásgeirsdóttir
 
Sýningar- og kynningarnefnd
Valgerður Stefánsdóttir
Ragnhildur Gísladóttir
Karen Gísladóttir
Göngunefnd
Anna Dagbjört Hermannsdóttir
Rósa Björk Guðjónsdóttir
María Björg Tamimi
Þórunn Elva Halldórsdóttir
 
 
Ræktunarmarkmið og heimasíða
Eftir að stofnun schnauzerdeildar var samþykkt á aðalfundi HRFI hittist stjórn deildarinnar og setti niður ræktunarmarkmið fyrir allar stærðir schnauzer. Þegar það var gert voru viðmið nágrannalandanna höfð að leiðarljósi. Í framhaldi af því var lögð áhersla á að koma af stað heimasíðu fyrir deildina þar sem hægt væri að finna allar helstu upplýsingar um hunda landsins, væntanleg got, upplýsingar um tegundirnar og markverða atburði.
Heimasíðan varð svo að veruleika um áramótin 2006-2007 en hún var unnin í sjálfboðavinnu af Þorsteini Guðmundssyni. Allur annar kostnaður við síðuna, eins og lén og hýsing hefur verið greiddur með innkomu vegna sýningarþjálfunar.
Nefndir og kynning
Fyrsti aðalfundur deildarinnar var haldinn 9. október 2006 í Sólheimakoti. Þar var stjórnin kynnt og markmið deildarinnar. Einnig var óskað eftir áhugasömu fólki til að starfa í göngunefnd, sýningarnefnd og kynningarnefnd. Það gekk vel að manna þessar nefndir og ákváðu sýningar- og kynningarnefnd að starfa saman að kynningarefni fyrir tegundirnar. Leitað var til Dýrheima um aðstoð við útgáfu kynningarbæklings, sem mun greiða prentkostnað gegn auglýsingu. Einnig er í athugun að fá ákveðinn aðila til að annast umbrot bæklingsins. Myndum hefur verið safnað saman frá félagsmönnum og er nú til ágætis myndasafn með skemmtilegum myndum af öllu stærðum schnauzer í leik og starfi. Þessar myndir verða notaðar í bæklinginn og settar í ramma til að nota í kynningarbás deildarinnar á sýningum og ýmsum stöðum þar sem tækifæri gefst til kynningar. Hönnun á kynningarbás er í undirbúningi og er ætlunin að útbúa trégrind til að hafa í bakgrunni.
 
Sýningar
Fuglahundadeild hefur boðið okkur að taka þátt í deildarsýningu þeirra þann 13. maí 2007. Þeir hafa boðið dómurunum Per og Vigdis Nymark og mun Vigdis dæma allar stærðir schnauzer á sýningunni. Fuglahundar hafa mikinn áhuga á því að halda sýninguna utan dyra með opnum dómi sem okkur í stjórn schnauzerdeildar finnst spennandi að gera fyrir okkar hunda líka. En að sjálfsögðu fer það eftir veðri og hefur reiðhöll verið pöntuð ef þörf er á að vera innandyra.
 
Mikill áhugi er fyrir því að halda okkar eigin deildarsýningu í janúar 2008 og hefur sýningar- og kynningarnefnd verið að kanna hvaða dómarar gætu komið til greina. Umræður hafa verið um að fá dómara frá Austur Evrópu og hefur nú þegar verið haft óformlegt samband við schnauzerdómara frá Slóveníu sem hefur lýst yfir áhuga sínum á að koma hingað.
Breyttar ræktunarreglur
Stjórn HRFI samþykkti beiðni okkar um að reglur um ættbókarskráningu hjá dvergschnauzer yrðu endurskoðaðar. Að hvolpar undan dvergschnauzer verði ekki ættbókarfærðir nema liggi fyrir augnvottorð foreldra sem er ekki eldra en 12 mánaða við pörun og hundur sé greindur laus við arfgenga augnsjúkdóma. Greinist hundur með arfgenga sjónurýrnun (PRA) fáist hvolpar undan honum ekki ættbókarfærðir né afkvæmi hvolpa hans úr fyrri gotum og/eða fleiri afkvæmi foreldra hans. Ástæða þessara beiðni er að PRA hefur fundist í hundum erlendis og teljum við að þörf sé á að setja inn þessa kröfu á hunda á Íslandi til að fyrirbyggja að þetta verði vandamál í stofninum hér á landi.
 
Stjórn deildarinnar mælir einnig með því að niðurstaða mjaðmamynda hjá standard- og risaschnauzer séu A (frír) eða B (frír). Og að aldur ræktundardýra sé að minnsta kosti 2 ár hjá standard- og risaschnauzer og 18 mánuðir hjá dvergschnauzer.
Augnskoðun
Alls fóru 15 dvergschnauzer í augnskoðun á árinu, þar af 13 svartir og 2 svart/silfur. Enginn greindist með arfgenga augnsjúkdóma.
Mjaðma- og olnbogamyndir
Alls voru 3 risaschnauzer myndaðir. Tveir greindust með C og einn með A mjaðmir.
Skapgerðarmat
Mælt er eindregið með því að allar stærðir schnauzer fari í skapgerðarmat. Frá og með 1. október 2007 mun deildin ekki mæla með gotum undan standard- og risa schnauzer nema undaneldisdýr hafa farið í og staðist skapgerðarmat.
 
Þrír dvergschnauzer, tveir standardschnauzer og þrír risaschnauzer fóru í skapgerðarmat á árinu. Einn risaschnauzer lauk ekki matinu.

 

Yfirlit yfir got og innflutning fyrir árið 2006
Got
Risaschnauzer 1 got, 8 hvolpar
Standard schnauzer 1 got, 11 hvolpar
Dvergschnauzer 9 got, 30 hvolpar
Dvergschnauzer s/s 1 got, 3 hvolpar
Dvergschnauzer p/s 1 got, 2 hvolpar
Innflutningur
Standard schnauzer, 1 hundur
Dvergschnauzer, 1 pipar/salt
Meistarar
Tveir standard schnauzer og einn dvergschnauzer hlutu titilinn Íslenskur meistari.
MultiCh. Perico av Serjas
ISCH Nichi Vivien Leigh
MultiCh. Jackpot in Vegas Rezlark